A landslið kvenna leikur í forkeppni HM nú um helgina. Leikið er í fjórum riðlum og eru stelpurnar okkar í 3. riðli ásamt Færeyjum, Makedóníu og Austurríki. Leikið er í Færeyjum og komast efstu tvö liðin áfram í umspil sem fer fram í júní á næsta ári.

Leikjaplan liðsins má sjá hér:

Fös. 2.des.
18.00
Ísland – Austurríki

Lau. 3.des.
17.00
Ísland – Færeyjar

Sun. 4.des.
16.00
Ísland – Makedónía

Austurríki

Austurríska liðið hefur ekki komist á lokamót síðan 2009 en var reglulega á lokamótum frá 1994-2009. Flestir leikmenn liðsins koma frá Hypo NÖ sem hefur í gegnum tíðina verið eitt af sterkustu liðum Evrópu, þó að gengi liðsins hafi farið hallandi í Evrópu undanfarin ár er liðið ennþá það sterkasta í Austurríki. Þá spila nokkrir leikmenn liðsins með liðum í Þýskalandi.

Ísland hefur sex sinnum leikið gegn Austurríki, 2 leikir hafa unnist en 4 tapast. Liðin léku seinast árið 2010 og þá var Hrafnhildur Skúladóttir markahæsti leikmaður íslenska liðsins með 8 mörk. Þess má geta að þrátt fyrir 3 marka tap tryggði íslenska liðið sér sæti á EM 2010 með þeim úrslitum (Ísland fór áfram í 2. sæti undanriðilsins, hagstæðari innbyrðismarkatala gegn Austurríki).

Færeyjar

Færeyska liðið tekur nú þátt í sinni þriðju undankeppni fyrir stórmót en liðið hefur ekki komast í lokakeppni til þessa. Liðið er að mestu skipað leikmönnum sem spila heima fyrir, þó má finna þar tvo leikmenn sem spila í Danmörku. Þess má geta að þjálfari liðsins er dómarinn góðkunni Andreas Hansen en hann dæmdi fjölmarga leiki á vegum EHF hér á landi. Hann hefur nú lagt flautunni og einbeitir sér að þjálfun.

Ísland hefur 15 sinnum leikið gegn færeyska liðinu og unnið alla leikina. Seinustu leikir liðanna fóru fram í nóvember 2006 þegar liðin mættust tvisvar í Framhúsinu. Stelpurnar okkar unnu fyrri leikinn 43-11 en þann síðari 27-21, markahæst í fyrri leiknum var Hanna Guðrún Stefánsdóttir með 10 mörk en í síðari leiknum var Sólveg Lára Kjærnested markahæst með 5 mörk.

Makedónía

Eins og íslenska liðið komst Makedónía seinast á lokamót EM 2012 í Serbíu. Liðið var reglulega á lokamótum frá 1997-2008 en árangur liðsins hefur farið niður á við síðan þá. Flestir leikmenn liðsins spila í heimalandinu, en þó má líka finna þar leikmenn sem spila í Ungverjalandi og Rúmeníu.

Ísland og Makedónía hafa 6 sinnum mæst á handboltavellinum. Ísland hefur unnið 2 þessara leikja en tapað 4. Liðin mættust tvisvar í desember 2014. Fyrri leikinn vann Ísland 33-24 í Laugardalshöll þar sem Karen Knútsdóttir átti stjörnuleik og skoraði 14 mörk. Seinni leikurinn fór fram í Skopje og unnu stelpurnar okkar þar líka, 28-22. Arna Sif Pálsdóttir var markahæst með 6 mörk.