Stelpurnar okkar mættu í kvöld Grikklandi í annari umferð forkeppni HM í handboltaleik sem fram fer í Skopje í Norður Makedóníu. Íslenska liðið hafði mikla yfirburði í dag og með frábærum varnarleik liðsins náðu Grikkir ekkert að ógna stelpunum okkar en staðan í leikhlé var 15 – 7.
Liðið byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og náðu stelpurnar okkar 11 marka forustu í stöðunni 20 – 9 þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Þegar dómarar kvöldsins flautuðu til leiksloka þá var staðan 31 – 19 og sigur í höfn hjá stelpunum okkar.
Stelpurnar okkar mæta Litháen á morgun og verður það úrslitaleikur um það hvort liðið fari í umspilsleik um laust sæti á HM í handbolta. Leiknum verður streymt og hefst hann kl. 18:00 að íslenskum tíma.
Mörk Íslands í dag skoruðu:
Rut Arnfjörð Jónsdóttir 7, Ásdís Guðmundsdóttir 4, Lovísa Thompson 4, Ragnheiður Júlíusdóttir 4, Sigríður Hauksdóttir 4, Birna Berg Haraldsdóttir 2, Eva Björk Davíðsdóttir 2, Harpa Valey Gylfadóttir 2, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 1 og Tinna Sól Björgvinsdóttir 1 mark.
Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði 7 skot og Katrín Ósk Magnúsdóttir varði 3 skot.