Þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í dag er Arnar Pétursson. A landslið kvenna spilaði sinn fyrsta leik 19. júní árið 1956 í Osló á móti Noregi. Þar beið Ísland lægri hlut og tapaði leiknum 10-7. Íslenska kvennalandsliðið hefur fimm sinnum tekið þátt á stórmóti. Þrisvar sinnum hafa þær farið á Evrópumeistaramótið og tvisvar sinnum á Heimsmeistaramótið. Þær spiluðu á EM árið 2010, 2012, 2024 og á HM 2011 og 2023. Árangur og úrslit landsliðsins má sjá með því að smella hér Til að fylgjast nánar með A-landsliði kvenna er hægt að fylgjast með á eftirfarandi stöðum: Stelpurnar okkar á Facebook Instagram undir nafninu: stelpurnarokkar eða með því að smella hér