Ísland tapaði í kvöld fyrir Noregi 36-30 í fyrsta leik liðsins á Gjensidige Cup sem fram fer um helgina í Elverum í Noregi.
Staðan í hálfleik var 19-15 fyrir Noregi.
Ísland byrjaði leikinn ágætlega en í stöðunni 6-5 kom góður kafli hjá Noregi og náði þeir öruggri forystu en Ísland náði að minnka muninn í 19-15 fyrir hálfleik.
Leikurinn var í jafnvægi lengst af í seinni hálfleik en Ísland náði aldrei að minnka muninn í meira en 3 mörk. Noregur landaði að lokum öruggum sigri 36-30.
Margt jákvætt var í leik íslenska liðsins í dag en fjölmargir sterkir leikmenn eru ekki með að þessu sinni.
Í hinum leik dagsins sigruðu Svíar lið Pólverja 33-27.
Næsti leikur liðsins er á föstudaginn gegn Póllandi kl.14.30.
Mörk Íslands skoruðu: Ómar Ingi Magnússon 8, Ólafur Andrés Guðmundsson 6, Theodór Sigurbjörnsson 3, Arnar Freyr Arnarsson 3, Tandri Már Konráðsson 3, Vignir Stefánsson 2, Kári Kristján Kristjánsson 2, Gunnar Steinn Jónsson 2 og Ýmir Örn Gíslason 1.
Í markinu vörðu Stephen Nielsen 8 skot og Sveinbjörn Pétursson 5.