Geir Sveinsson, þjálfari A landsliðs karla hefur bætt markverðinum Sveinbirni Péturssyni úr Stjörnunni í æfingahóp landsliðsins fyrir leikina gegn Tékkum og Úkraínu. Aron Rafn Eðvarðsson hefur glímt við meiðsli undanfarið og er nú ljóst að hann getur ekki æft með liðinu sem stendur.
Stefán Rafn Sigurmannsson er einnig meiddur og kemur hann því ekki til æfinga og keppni með landsliðinu í þetta skipti.
Þá hefur Geir Sveinsson valið afrekshóp sem æfir með U-21 árs landsliðinu í næstu viku. Markmið hópsins er að undirbúa fleiri leikmenn fyrir A landsliðið í framtíðinni. Sigursteinn Arndal og Ólafur Stefánsson stýra æfingum u-21 árs landsliðsins og afrekshópsins.
Afrekshópinn má sjá hér:
Adam Haukar Baumruk, Haukar
Ágúst Elí Björgvinsson, FH
Andri Hjartar Grétarsson, Stjarnan
Árni Bragi Eyjólfsson, Afturelding
Daníel Þór Ingason, Haukar
Einar Sverrisson, Selfoss
Elvar Ásgeirsson, Afturelding
Þráinn Orri Jónsson, Grótta