A landslið karla | Styrktu strákana okkar
Fjölmargir einstaklingar og fyrirtæki hafa haft samband undanfarna daga og óskað eftir því að styðja við bakið á strákunum okkar og HSÍ. HSÍ hefur á síðustu vikum orðið fyrir umtalsverðri kostnaðaraukningu vegna þátttöku Íslands á EM 2022 sem ekki var gert ráð fyrir í skipulagi fyrir mótið. Markmið HSÍ er og hefur verið að vernda leikmenn og aðra starfsmenn eins og best verður á kosið á meðan Covid-19 heimsfaraldurinn gengur yfir.
Sökum faraldursins hefur HSÍ þurft að leggja út fyrir miklum aukakostnaði sem m.a. fólst í hótelbúbblu á Íslandi Í 10 daga, fámennu leiguflugi út, auknum sóttvörnum á hóteli liðsins í Búdapest og að kalla aukinn fjölda leikmanna til að mæta þeim áföllum sem leikmannahópurinn hefur orðið fyrir á síðustu dögum.
Þess vegna snýr HSÍ sér til íslensku þjóðarinnar sem alltaf hefur stutt vel við bakið á sambandinu og landsliðunum okkar. Kostnaðurinn við EM hleypur á tugum milljóna og er langt umfram allar þær kostnaðaráætlanir sem gert var ráð fyrir í upphafi.
Til að styrkja sambandið er hægt að fara inn í vefverslun HSÍ og velja styrki upp á 2.500 kr, 5.000 kr og 10.000 sem renna óskipt til HSÍ. Hafi einstaklingar eða fyrirtæki áhuga á að styrkja um aðra upphæð er hægt að hafa samband við Kjartan Vídó, markaðsstjóra HSÍ með tölvupósti kjartanv@hsi.is
Tengill á styrkarvef netverslunar HSÍ er eftirfarandi: https://www.hsi.is/shop/