Eftir að Danir og Ungverjar skildu jafnir, 24:24, í kvöld í riðli Íslands á EM í handknattleik er ljóst að strákarnir okkar eru komnir áfram í milliriðlakeppni mótsins þótt einn leikur sé eftir. Að loknum leikjum kvöldsins hefur íslenska liðið fjögur stig, Ungverjar þrjú, Danir eitt og Rússsar reka lestina án stiga.
Nú er spurningin aðeins sú hvort strákarnir okkar ná efsta sæti riðilsins og fari áfram með stig í milliriðlakeppnina. Afar m
ikilvægt er að fara með tvö stig áfram í milliriðlakeppnina.
Vinni íslenska liðið það ungverska á miðvikudaginn fara strákarnir okkar áfram með tvö stig, hvort sem það verða Ungverjar eða Rússar sem fara áfram með okkur í milliriðil. Verði jafntefli í viðureign Íslands og Ungverja er ljóst að báðar þjóðir fari áfram með eitt stig hvor. Vinnir Ungverjar á hinn bóginn leikinn fara þeir áfram með stigin tvö en strákarnir okkar ekkert.
Eini möguleiki Dana á sæti í milliriðli er að þeir vinni Rússa og strákarnir okkar vinni Ungverja. Þá verður danska liðið og það ungverska jafnt að stigum, með 3 hvort. Þá ræður heildarmarkatala allra leikja riðilsins hvort liðið fer áfram. Eins mál standa nú hafa Ungverjar eitt mark í plús en Danir eru með eitt í mínum.
Allt ræðst þetta á miðvikudagskvöldið. Leikur Íslands og Ungverjalands hefst klukkan 17.15. Danir og Rússa leiða saman hesta sína klukkan 19.30.
Þeir sem hafa áhuga á að verða sér út um miða á leiki Íslands í milliriðli, sem fram fara 17., 19., 21. og 22. janúar í Malmö Arena er bent að miðasöluna á heimasíðu keppninnar,
https://www.ticketmaster.se/…/474MalmoAre…/474EURO2020.html….
Sem stendur á HSÍ enga miða í milliriðlakeppnina enda var það aðeins á skýrast fyrir nokkrum mínútum og íslenska landsliðið er komið í milliriðlakeppnina.
#
handbolti
#
strákarnirokkar
#
EHFEURO2020
#
dreamwinremember