Strákarnir okkar tryggðu sér í dag sæti á EM í Króatíu með frábærum sigri á Úkraínu í Laugardalshöll.

Íslenska liðið byrjaði betur og komst 4 mörkum yfir snemma leiks, en Úkraínumenn komu sterkir tilbaka og jöfnuðu metin um miðjan hálfleikinn. Þá kom aftur góður kraftur í íslenska liðið sem hafði 5 marka forystu í leikhléi, 18-13.

Liðin skiptust á að skora fyrstu mínúturnar í síðari hálfleik en síðasta korterið gáfu okkar menn í og skiluðu 8 marka sigri, 34-26. Það var gaman að sjá til íslenska liðsins í dag, mikil barátta og allir að leggja sitt af mörkum fyrir liðið. 

Markaskorarar Íslands:

Guðjón Valur Sigurðsson 8, Ólafur Andrés Guðmundsson 5, Aron Pálmarsson 5, Rúnar Kárason 4, Arnar Freyr Arnarsson 4, Ásgeir Örn Hallgrímsson 4, Ómar Ingi Magnússon 1, Arnór Þór Gunnarsson 1, Bjarki Már Gunnarsson 1, Janus Daði Smárason 1.

Aron Rafn Eðvarðsson varði 15 skot.

Með þessum sigri tryggði Ísland sér sæti á EM í Króatíu sem fram fer í janúar 2018. Íslenska liðið endaði í 3. sæti í sínum riðli en komst áfram með því að vera það lið í 3. sæti sem fékk flest stig á móti liðunum í 1. og 2. sæti.

 

Ísland – Úkraína 27-22 eftir 47 mínútur. #handbolti #strakarnirokkar

A post shared by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on