Íslenska liðið lék á alls oddi í síðari hálfleik á móti Grikkjum sem höfðu framan af leik bitið ágætlega frá sér. Leikurinn var í jafnvægi í fyrri hálfleik þrátt fyrir að strákarnir okkar tækju frumkvæðið meira og minna út hálfleikinn. Það slitnaði loks á milli liðanna þegar að um 20 mínútur voru liðnar af leiknum, en þá breytti íslenska liðið stöðunni úr 9-8 í 17-13 áður en flautað var til hálfleiks.
Í seinni hálfleik tóku heimamenn allt frumkvæði þar sem strákarnir okkar komu gríðarlega ákveðnir til leiks og hreinlega völtuðu yfir Grikkina. Það er skemmst frá því að segja að munurinn á milli liðanna jókst með hverri mínútunni. Það fengu margir að spreyta sig í kvöld og greinilegt að leikmennirnir nutu sín vel í Höllinni þar sem Sérsveitin, nýskipuð stuðningsmannasveitt liðsins, lék við hvern sinn fingur. Mögnuð stemning var á pöllunum í Laugardalshöll, allar 60 mínúturnar, og gríðarlega jákvætt ef þetta er það sem koma skal.
Lokatölur 35 – 21 Ísland í vil sem er gott veganesti til Tyrklands, en þar mæta strákarnir okkar til leiks á sunnudag gegn heimamönnum í annari umferð undakeppni EM 2020.
Leikurinn verður í beinni á Rúv.
Markaskorarar og varin skot koma hér síðar.