Strákarnir okkar gerðu góða ferð til Tyrklands í annari umferð undankeppni EM 2020. Íslenska liðið tók frumkvæðið í leiknum strax á fyrstu mínútu og hélt forystunni allt til enda. Í fyrri hálfleik spiluðu strákarnir okkar góðan varnarleik og agaðan sóknarleik þar sem Elvar Örn Jónsson fór á kostum. Eftir að hafa náð sex marka forystu undir lok hálfleiksins klóruðu heimamenn í bakkann og skoruðu þrjú síðustu mörkin áður en flautað var til hálfleiks, 13-16 fyrir Ísland.
Í seinni hálfleik héldu strákarnir áfram uppteknum hætti, varnarleikurinn góður, Björgvin stóð vaktina vel í markinu og hraðarupphlaupin komu í kjölfarið. Strákarnir okkar juku muninn hægt og örugglega og áður en flautað var til leiksloka var munurinn orðinn 11 mörk, 22-33.
Frábær sigur í Tyrklandi staðreynd.