A landslið karla | Sigur gegn Hollandi í kvöld
Strákarnir okkar léku í kvöld sinn annan leik í B-riðli er þeir mættu Hollandi á EM 2022 í Búdapest.
Ísland hóf leikinn á að komast í 2-0 en síðan náðu Hollendingar að jafna metinn í 4 – 4. Jafnt var á með liðunum þar til á 24. mínútu þegar strákarnir okkar náðu að komast yfir að nýju. Þegar dómarar kvöldsins blésu til hálfleiks var staðan 15 – 13 Íslandi í vil
Í byrjun seinni hálfleiks náði íslenska liðið fimm marka forustu en með mikilli seiglu tókst hollenska liðinu að vinna það upp og jafna leikinn þegar nokkrar mínutur voru eftir. Síðustu mínútur leiksins voru æsispennandi en svo fór að strákarnir okkar tryggðu sér sigur 29 – 28.
Markaskorarar Íslands:
Sigvaldi Björn Guðjónsson 8, Aron Pálmarsson 6, Ómar Ingi Magnússon 4, Gísli Þorgeir Kristjánsson 4, Viggó Kristjánsson 2, Elliði Snær Viðarsson 2, Bjarki Már Elísson 1, Elvar Örn Jónsson 1 og Ýmir Örn Gíslason 1 mark.
Björgvin Páll Gústavsson varði 9 skot.
Sigvaldi Björn Guðjónsson var valinn maður leiksins af mótshöldurum.
Aron Pálmarsson skoraði í kvöld sitt 600. mark með landsliðinu þegar hann skoraði sitt þriðja mark og jafnaði leikinn í 7 – 7.
Á þriðjudaginn mæta strákarnir okkar Ungverjum og hefst leikurinn kl. 17:00.