A landslið karla sigraði í kvöld Egyptaland 30-27 í fyrsta leik liðsins á Bygma Cup í Danmörku.
Staðan í hálfleik var 14-13 fyrir Egyptum.
Íslenska liðið dreifði leiktíma vel á milli leikmanna og komu 17 leikmenn við sögu í leiknum.
Egyptaland var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en leikur Íslands batnaði þegar leið á leikinn og undir lok leiksins reyndist íslenska liðið sterkari aðilinn.
Mörk Íslands:
Ómar Ingi Magnússon 6, Ólafur Andrés Guðmundsson 6, Bjarki Már Elísson 5, Guðjón Valur Sigurðsson 5, Arnór Þór Gunnarsson 2, Janus Daði Smárason 2, Rúnar Kárason 1, Gunnar Steinn Jónsson 1 og Ásgeir Örn Hallgrímsson 1.
Á morgun mætir liðið Ungverjum og hefst leikurinn kl.17 í beinni útsendingu á RÚV.