Þar sem Kristján Örn Kristjánsson á í hættu að lenda í sóttkví eftir tveir leikmenn AIX Pauc greindust með Covid-19 hefur verið ákveðið að kalla Óðinn Þór Ríkharðsson (TTH Holstebro) inn í leikmannahóp íslenska liðsins í hans stað fyrir leikinn gegn Litháum á miðvikudaginn.
Leikurinn gegn Litháen fer fram miðvikudaginn 4. nóvember í Laugardalshöll, áhorfendur verða ekki leyfðir en RÚV verður með beina útsendingu frá leiknum.