Ferðaskrifstofa Akureyrar og HSÍ bjóða upp á sannkallaða ævintýraferð á EM í handbolta.
Leikir Íslands í A riðli fara fram í hinni rómuðu náttúruperlu Split, sem stendur við Adríahafið. Það verður enginn svikinn af því að skoða þessa stórkostlegu borg sem býður upp á iðandi mannlíf og fjölbreytta menningu.
Boðið verður upp á leiguflug frá Keflavík til Split dagana 12. – 17. janúar 2018.
Á þeim tíma leikur Ísland þrjá leiki í riðlakeppninni, allir leikirnir fara fram í Spaladium Arena í Split.
12. janúar
Svíþjóð – Ísland
14. janúar
Ísland – Króatía
16. janúar
Serbía – Ísland
Innifalið í verði:
Flug, flugvallaskattar, ein innrituð taska á mann, rúta til og frá flugvelli, gisting á 4 stjörnu hóteli með morgunmat og miðar á leikina.
Hægt er að kaupa uppfærslu í VIP miða og einnig er í boði að kaupa eingöngu flug og miða á leikina.
VERÐ FRÁ 159.900 KR.
Heimasíða Ferðaskrifstofu Akureyrar.
Pantanir og frekari upplýsingar:
Kristinn Þór Björnsson
kristinn(hjá)aktravel.is
Sími: 460-0600