Í dag fór fram síðasti heimaleikur strákanna okkar í undankeppni EM 2020 og að þessu sinni voru andstæðingar okkar Tyrkir.





Eftir 4 mínútna leik kom Elvar Örn Jónsson Íslandi yfir í fyrsta skiptið í leiknum og eftir það leiddi Ísland. Í fyrri hálfleik tókst Tyrkjum að minnka muninn þegar 2 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik en staðan í hálfleik var 12 : 9 eftir að Arnór Þór Gunnarsson skoraði síðasta mark Íslands í fyrri hálfleik.



Strákarnir okkar byrjuðu af krafti í seinni hálfleik og eftir 10 mínútur var munurinn orðinn 6 mörk. Ísland spilaði vel til leiks loka og lokatölur urðu 32 – 22.




Strákarnir okkar tryggðu sér með þessum sigri sæti á EM 2020 sem fram fer í Austurríki, Svíþjóð og Noregi. 






Markaskorarar Íslands:


Bjarki Már Elísson 11, Arnór Þór Gunnarsson 6, Aron Pálmarsson 3, Teitur Örn Einarsson 3, Janus Daði Smárason 2, Sigvaldi Guðjónsson 2, Elvar Örn Jónsson 2, Guðjón Valur Sigurðsson 2 og Atli Ævar Ingólfsson 2.



Viktor Gísli Hallgrímsson varði 19 skot í markinu.

View this post on Instagram

Ísland komið á EM 2020 Í dag fór fram síðasti heimaleikur strákanna okkar í undankeppni EM 2020 og að þessu sinni voru andstæðingar okkar Tyrkir. Eftir 4 mínútna leik kom Elvar Örn Jónsson Íslandi yfir í fyrsta skiptið í leiknum og eftir það leiddi Ísland. Í fyrri hálfleik tókst Tyrkjum að minnka muninn þegar 2 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik en staðan í hálfleik var 12 : 9 eftir að Arnór Þór Gunnarsson skoraði síðasta mark Íslands í fyrri hálfleik. Strákarnir okkar byrjuðu af krafti í seinni hálfleik og eftir 10 mínútur var munurinn orðinn 6 mörk. Ísland spilaði vel til leiks loka og lokatölur urðu 32 – 22. Strákarnir okkar tryggðu sér með þessum sigri sæti á EM 2020 sem fram fer í Austurríki, Svíþjóð og Noregi. Markaskorarar Íslands: Bjarki Már Elísson 11, Arnór Þór Gunnarsson 6, Aron Pálmarsson 3, Teitur Örn Einarsson 3, Janus Daði Smárason 2, Sigvaldi Guðjónsson 2, Elvar Örn Jónsson 2, Guðjón Valur Sigurðsson 2 og Atli Ævar Ingólfsson 2. Viktor Gísli Hallgrímsson varði 19 skot í markinu.

A post shared by
Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on