Strákarnir okkar hefja leik á Golden League mótinu í Noregi í dag. Um er að ræða gríðarlega sterkt 4 liða mót þar sem íslenska liðið mun mæta heimamönnum, Dönum og Frökkum.
Þetta verða fyrstu leikir Guðmundar Þ. Guðmundssonar með ungt og efnilegt lið Íslands síðan hann tók við landsliðinu í þriðja sinn.
Það verður gaman að sjá liðið mæta til leiks á þessu móti og afar fróðlegt að sjá hvort yngstu leikmennirnir fái nokkrar mínútur til að láta ljós sitt skína.
Mótið verður í beinni á Sport TV og Sport TV 2 en fyrsti leikur strákana okkar er gegn heimamönnum og verður í beinni Sport TV 2 í dag kl. 16.15.
Dagskrá Sport TV fyrir allt mótið má sjá hér.
Leiki strákana okkar má einnig sjá hér.
Hópurinn sem tekur þátt á mótinu er sem hér segir:
Markverðir:
Björgvin Páll Gústavsson, Haukar
Viktor Gísli Hallgrímsson, Fram
Vinstra horn:
Bjarki Már Elísson, Füchse Berlin
Stefán Rafn Sigurmarsson, MOL – Pick Szeged
Vinstri skytta:
Aron Pálmarsson, FC Barcelona
Daníel Þór Ingason, Haukar
Leikstjórnendur:
Elvar Örn Jónsson, Selfoss
Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH
Haukur Þrastarson, Selfoss
Hægri skytta:
Ómar Ingi Magnússon, Aarhus
Ragnar Jóhannsson, Hüttenberg
Rúnar Kárason, Hannover-Burgdorf
Hægra horn:
Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer
Teitur Örn Einarsson, Selfoss
Línumenn:
Arnar Freyr Arnarsson, IFK Kristianstad
Ágúst Birgisson, FH
Vignir Svavarsson, Team Tvis Holstebro
Varnarmenn:
Alexander Örn Júlíusson, Valur