A landslið karla vann 17 marka sigur á Barein í vináttulandsleik fyrr í dag.
Jafnt var á með liðunum í byrjun leiks en eftir því sem leið á hálfleikinn náðu strákarnir okkar betri tökum á leiknum og leiddu í hálfleik með 4 mörkum, 13-9.
Íslenska liðið kom ákveðið til leiks í síðari hálfleik, spiluðu frábæran varnarleik og skoruðu fjölmörg mörk úr hraðaupphlaupum. Þegar flautað var til leiksloka hafði íslenska liðið 17 marka sigur, 36-19.
Markaskorarar Íslands í leiknum:
Guðjón Valur Sigurðsson 8, Sigvaldi Björn Guðjónsson 7, Elvar Örn Jónsson 5, Rúnar Kárason 3, Ómar Ingi Magnússon 3, Arnór Þór Gunnarsson 3, Björgvin Páll Gústavsson 1, Aron Pálmarsson 1, Ýmir Örn Gíslason 1, Arnór Þór Gunnarsson 1, Gísli Þorgeir Kristjánsson 1, Ólafur Gústafsson 1, Heimir Óli Heimisson 1.
Björgvin Páll Gústavsson varði 7 skot í leiknum og Aron Rafn Eðvarðsson varði 4.
Íslenska liðið tekur sér frí fram yfir áramótin en strax að morgni 2. janúar heldur liðið tið Noregs það sem það tekur þátt í 4 liða móti ásamt Noregi, Brasilíu og Hollandi.