Geir Sveinsson hefur valið þá 16 leikmenn sem mæta til leiks á EM í Króatíu í janúar. Auk þeirra verða þrír leikmenn í æfingahóp með A-liðinu í desember.
Íslenska liðið má sjá hér:
Markverðir:
Ágúst Elí Björgvinsson, FH
Björgvin Páll Gústavsson, Haukar
Vinstra horn:
Bjarki Már Elísson, Fuchse Berlin
Guðjón Valur Sigurðsson, Rhein Neckar Löwen
Hægra horn:
Arnór Þór Gunnarsson, Die Bergische Handball Club
Vinstri skyttur:
Aron Pálmarsson, FC Barcelona Lassa
Ólafur Andrés Guðmundsson, IFK Kristianstad
Hægri skyttur
Ásgeir Örn Hallgrímsson, Nimes
Ómar Ingi Magnússon, Aarhus Håndbold
Rúnar Kárason, TSV Hannover/Burgdorf
Leikstjórnendur:
Arnór Atlason, Aalborg Håndbold
Janus Daði Smárason, Aalborg Håndbold
Línumenn
Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV
Arnar Freyr Arnarsson, IFK Kristianstad
Varnarmenn:
Bjarki Már Gunnarsson, Stjarnan
Ýmir Örn Gíslason, Valur
Einnig í æfingahóp:
Óðinn Þór Ríkharðsson, FH
Elvar Örn Jónsson, Selfoss
Daníel Þór Ingason, Haukar
Æfingar íslenska liðsins hefjast 28. desember. Strax eftir áramótin mætir Dagur Sigurðsson með sína sveit alla leið frá Japan. Liðin munu leiða saman hesta sína í vináttulandsleik í Laugardalshöll þann 3. janúar. Þá heldur íslenska liðið til Þýskalands þar sem leiknir verða tveir leikir gegn heimamönnum áður en leið liggur til Króatíu.
Leikir strákanna okkar á EM í Króatíu:
Svíþjóð – Ísland, föstudaginn 12. janúar kl. 17.15.
Ísland – Króatía, sunnudaginn 14. janúar kl. 19.30.
Serbía – Ísland, þriðjudaginn 16. janúar kl. 17.15