A landslið karla vann sannfærandi 12 marka sigur á Barein í Laugardalshöll í kvöld.
Strákarnir okkar hófu leikinn af miklum krafti og komust meðal annars í 5-1 og 11-6 en Bareinar áttu góðar lokamínútur í fyrri hálfleik og minnkuðu muninn niður í 2 mörk, staðan 15-13 þegar liðin gengu til búningsklefa.
Í síðari hálfleik var hinsvegar ljóst að íslensku strákarnir ætluðu sér að gera betur og eftir 40 mínútna leik var forskotið komið upp í 10 mörk. Að lokum unnu strákarnir okkar góðan 12 marka sigur, 36-24.
Markaskorarar Íslands:
Óðinn Þór Ríkharðsson 8, Stefán Rafn Sigurmannsson 7, Heimir Óli Heimisson 5, Ómar Ingi Magnússon 4, Rúnar Kárason 3, Aron Pálmarsson 2, Aron Rafn Eðvarðsson 1, Ágúst Birgisson 1, Gísli Þorgeir Kristjánsson 1, Ólafur Gústafsson 1, Haukur Þrastarson 1, Elvar Örn Jónsson 1, Arnar Birkir Hálfdánsson 1.
Aron Rafn Eðvarðsson varði 6/1 skot í leiknum en Björgvin Páll Gústafsson varði 2 skot.
Liðin mætast á nýjan leik á sunnudaginn kl. 16.00 í Laugardalshöll, það er seinasti heimaleikur íslenska liðsins fyrir HM og því hvetjum við alla til að mæta og styðja við strákana okkar.