Í kvöld mætast Ísland og Makedónía í fyrri leik liðanna í undankeppni EM 2018. Liðin eru jöfn að stigum í riðlinum eftir tvo leiki. Ísland vann Tékklandi og tapaði gegn Úkraínu í nóvember á síðasta ári. Leika þarf tvo leiki við hvert land og efstu tvö liðin í riðlinum komast á EM í janúar 2018. 

Ísland og Makedónía hafa mæst 13 sinnum áður og Ísland hefur unnið 11 leiki en Makedónía hefur unnið 1 sinni. Síðast mættust liðin á HM í janúar síðastliðnum og skildu þá jöfn 27-27. 

Leikir liðanna:



12.09.1999
Ísland – Makedónía    
Undankeppni EM
32-23

19.09.1999
Ísland – Makedónía    
Undankeppni EM
29-32

10.06.2000
Ísland – Makedónía    
Undankeppni HM
26-25

11.06.2000
Ísland – Makedónía    
Undankeppni HM
38-22

02.06.2002
Ísland – Makedónía    
Undankeppni HM
35-30

09.06.2002
Ísland – Makedónía    
Undankeppni HM
33-28

08.06.2008
Ísland – Makedónía    
Undankeppni HM
26-34

15.06.2008
Ísland – Makedónía    
Undankeppni HM
30-24

18.03.2009
Ísland – Makedónía    
Undankeppni EM
29-26

17.06.2009
Ísland – Makedónía    
Undankeppni EM
34-26

15.01.2013
Ísland – Makedónía    
HM á Spáni
        23-19

20.01.2014
Ísland – Makedónía    
EM í Danmörku
29-27

19.01.2017
Ísland – Makedónía      HM í Frakklandi            27-27

Íslenski hópurinn er samblanda af ungum og efnilegum leikmönnum og eldri og reyndari leikmönnum. Guðjón Valur Sigurðsson er langmarkhæstur með 1751 mark (5,2 að meðaltali í leik) og hefur jafnframt spilað flesta landsleiki eða 334. Ásgeir Örn Hallgrímsson hefur spilað flestu leikina á eftir Guðjóni. Hann hefur spilað 243 landsleiki og skorað í þeim 407 mörk (1,7 mörk að meðaltali). Næst markahæstur er hins vegar Arnór Atlason með 435 mörk (2,3 að meðaltali) í 193 leikjum og rétt á eftir honum er Aron Pálmason með 426 mörk (3,9 að meðaltali) í 109 leikjum. Björgvin Páll Gústavsson hefur mikla reynslu af því að standa í marki íslenska landsliðsins og hefur spilað 189 og jafnframt skorað 7 mörk.

LEIKUR DAGSINS:

18.00
Ísland – Makedónía
Skopje

        
Bein útsending á RÚV

Á morgun kemur liðið heim og þá hefst undirbúningur fyrir seinni leikinn á móti Makedóníu sem fer fram í Laugardalshöll sunnudaginn 7. maí kl. 19.45. Miðasala er hafin á
tix.is.