Íslenska landsliðið í handknattleik karla mætir landsliði Sviss í umspilsleikjum um keppnisrétt á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Egyptalandi 15. – 31. janúar 2021.
Fyrri leikurinn verður í Sviss 5., 6. eða 7. júni en síðar leikurinn í Laugardalshöll 9., 10. eða 11. júní.
Sviss hafnaði í 16. sæti á EM2020 í janúar sl. en íslenska landsliðið varð í 11. sæti. Ljóst er að um hörkuverkefni verður að ræða hjá íslenska landsliðinu í leikjunum tveimur.
Sviss hafnaði í 16. sæti á EM2020 í janúar sl. en íslenska landsliðið varð í 11. sæti. Ljóst er að um hörkuverkefni verður að ræða hjá íslenska landsliðinu í leikjunum tveimur.
Dregið var fyrir nokkrum mínútum í Vínarborg. Niðurstaðan er eftirfarandi:
Sviss – Ísland
Ísrael/Lettland – Portúgal
Tékkland – Svartfjallaland
Svíþjóð – Tyrkland/Rússland
Slóvenía – Serbía
Rúmenía/Bosnía – Ungverjaland
Norður-Makedónía – Frakkland
Úkraína – Þýskaland (Alfreð Gíslason)
Pólland/Litháen – Hvíta-Rússland
Austurríki – Holland (Erlingur Richardsson)
#handbolti #strakarnirokkar