Það er skammt stórra högga á milli hjá karlalandsliðinu í handbolta. Eftir frábæran sigur gegn Tékkum í gærkvöldi bíður tæplega sólarhrings ferðalag Strákana Okkar til Úkraínu. Liðið hélt áleiðis í morgun til Frankfurt þaðan sem liðið flýgur til Kiev í Úkraínu. Þegar þangað er komið tekur við fimm klukkustunda rútuferð til Sumy þar sem strákarnir leika gegn heimamönnum á laugardaginn klukkan 16.00 að íslenskum tíma. Leikurinn verður að sjálfssögðu sýndur beint á RÚV.
Leikmannahópur Íslands er óbreyttur en Janus Daði Smárason ferðast með liðinu til Úkraínu þar sem Gunnar Steinn Jónsson glímir við smávægileg meiðsli.
Hópurinn er því eftirfarandi: