Handhafar A aðgönguskírteina HSÍ sem ætla á vináttulandsleik Íslands og Japans geta nálgast miða á leikinn fimmtudaginn 28.desember milli kl.11 og 13 á skrifstofu HSÍ.
Leikurinn er miðvikudaginn 3. janúar kl.19.30 í Laugardalshöll.
Þetta er seinasti leikur strákanna okkar hér heima fyrir EM í Króatíu, en 4. janúar heldur liðið í æfingabúðir til Þýskalands þar sem einnig verða spilaðir vináttuleikir gegn heimamönnum.
Japanska liðið hefur verið á mikilli uppleið undanfarin misseri og er ráðning Dags Sigurðssonar hluti af metnaðarfullu starfi japanska handknattleikssambandsins sem undirbýr sig nú fyrir Ólympíuleikana 2020 sem verða haldnir í Tókíó.
Miðar verða eingöngu afhendir gegn framvísun skírteinis og skilríkja.
ATH. Miðar verða ekki afhentir á öðrum tíma.