Á blaðamannafundi fyrr í dag var tilkynnt um ráðningu Geirs Sveinssonar, samningur HSÍ og Geirs er til sumarsins 2018.
Geir lék með íslenska landsliðsins frá 1984-1999 og var fyrirliði frá 1991. Hann spilaði með Val hérna heima en spreytti sig líka í atvinnumennsku og spilaði m.a. í frönsku, spænsku og þýsku deildinni.
Með landsliðinu fór Geir á tvenna Ólympíuleika og sjö heimsmeistaramót. Geir var hluti af liðinun sem vann B keppnina í Frakklandi 1989, þá var hann valinn í úrvalslið mótsins þegar HM fór fram á Íslandi árið 1995 auk þess að vera fyrirliði liðsins þegar Ísland náði 5. sætinu HM í Kumamoto árið 1997. Það er ennþá besti árangur íslenska landsliðsins á heimsmeistaramóti.
Eftir að glæstum leikmannaferli Geirs lauk hefur hann snúið sér að þjálfun auk annarra starfa.
Hér fyrir neðan er stiklað á stóru feril og afrek Geirs:
–
Geir Sveinsson
f. 27.janúar 1964
Menntun
2002 – 2004
Háskóli Ísland – MBA Viðskiptafræði
2001 – 2002
Endurmenntun Háskóla Íslands
1987 – 1989
Háskóli Íslands
1980 – 1984
Menntaskólinn í Hamrahlíð
Ferill sem leikmaður
1997 – 1999
Wuppertal, Þýskalandi
1995 – 1997
Montpellier, Frakklandi
1994 – 1995
Valur
1993 – 1994
Valencia, Spáni
1992 – 1993
Valur
1991 – 1992
Valencia, Spáni
1989 – 1991
Granollers, Spáni
1980 – 1989
Valur
Ferill sem þjálfari
2014 – 2016
Magdeburg, Þýskalandi
2012 – 2014
Bregenz, Austurríki
2011 – 2012
U-21 árs karlalandslið Ísland
2010 – 2011
Grótta
1999 – 2003
Valur
Ferill með landsliði
340 leikir
502 mörk
Fyrirliði íslenska landsliðsins 1991-1999.
Viðurkenningar / Verðlaun
Tvisvar í heimsliðinu.
Fimm sinnum handknattleiksmaður ársins á Íslandi.
Sigurvegari í Evrópukeppni félagsliða 1994 (EHF cup).
Bikarmeistari á Spáni 1992.
Fjölmargir Íslands- og bikarmeistaratitlar með Val.
Tvennir Ólympíuleikar, Seoul 1988 og Barcelona 1992.
Sjö heimsmeistaramót með íslenska landsliðinu.
Íþróttamaður ársins 1997.
Annað
2004-2008
Íþróttaakademían í Reykjanesbæ, framkvæmdastjóri.
Kom í framhaldi að stofnun og skipulagi íþróttafræðisviðs Háskólans í Reykjavík.