Íslenska landsliðið í handknattleik karla steig í kvöld mikilvægt skref í átt að markmiði sínu að komast í milliriðlakeppnina á Evrópumótinu í handknattleik þegar það lagði landslið Rússa örugglega með 11 marka mun, 34:23, með frábærri frammistöðu í Malmö Arena. Strákarnir okkar voru sjö mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 18:11.
Rússneska liðið var slegið út af laginu með frábærum varnarleik og hröðum og markvissum sóknarleik.
Allir leikmenn íslenska landsliðsins léku ve
l og sem fyrr þá var samtstaðan og liðsheildin fyrir hendi.
Alexander Petersson, Bjarki Már Elísson og Sigvaldi Björn Guðjónsson skoruðu sex mörk hver og voru markahæstir. Arnór Þór Gunnarsson, Janus Daði Smárason og Viggó Kristjánsson skoruðu fjögur mörk hver. Elvar Örn Jónsson og Kári Kristján Kristjánsson skoruðu tvö mörk hvor.
Björgvin Páll Gústavsson varði 10 skot í markinu og Viktor Gísli Hallgrímsson fimm.
Næsti leikur íslenska landsliðsins og lokaleikur milliriðlakeppninnar verður á miðvikudaginn og hefst hann klukkan 17.15.
#
handbolti
#
strákarnirokkar
#
EHFEURO2020
#
dreamwinremember