Strákarnir okkar eins marks sigur á Makedóníu í æsispennandi leik í Laugardalshöll í kvöld.
Okkar menn fóru heldur rólega af stað og lendu undir í byrjun leiks en komu sterkir tilbaka og stóðu leikar jafnir í hálfleik, 16-16.
Íslenska liðið hóf seinni hálfleikinn af krafti og náðu tvisvar 4 marka forystu, en það býr mikil reynsla í liði Makedóníu og alltaf komu þeir tilbaka. Þegar 30 sekúndur voru eftir höfðu þeir minnkað munninn niður í eitt mark en íslenska liðið náði að halda boltanum þar til leiktíminn rann út og tryggðu sér þannig sigur, 30-29.
Markaskorar Ísland:
Ólafur A. Guðmundsson 7, Rúnar Kárason 6, Aron Pálmarsson 3, Arnór Þór Gunnarsson 3, Guðjón Valur Sigurðsson 3, Arnar Freyr Arnarsson 3, Björgvin Páll Gústavsson 2, Ásgeir Örn Hallgrímsson 2, Bjarki Már Elísson 1.
Björgvin Páll Gústavsson varði 13 skot.
Eftir leikinn í kvöld er ljóst að öll liðin í riðlinum hafa 4 stig og má því segja að allt sé undir í lokaumferðunum í júní en þá mætir íslenska liðið Tékklandi á útivelli og Úkraínu í Laugardalshöll.