Í morgun var dregið í riðla fyrir undankeppni EM hjá A landsliði karla.
Ísland dróst í riðil 4 ásamt Makedóníu, Tékklandi og Úkraínu.
Tvö efstu liðin úr riðlinum tryggja sér sæti á EM í Króatíu ásamt því liði sem er með bestan árangur í þriðja sæti. EM í Króatíu fer fram í janúar 2018.
Undankeppnin hefst í nóvember með 2 umferðum.
Riðlarnir eru:
Riðill 1: Danmörk, Ungverjaland, Holland og Lettland
Riðill 2: Pólland, Hvíta Rússland, Serbía og Rúmenía
Riðill 3: Spánn, Austurríki, Bosnía og Finnland
Riðill 4: ÍSLAND, Makedónía, Tékkland og Úkraína
Riðill 5: Þýskland, Slóvenía, Portúgal og Svoss
Riðill 6: Svíþjóð, Rússland, Svartfjallaland og Slóvakía
Riðill 7: Frakkland, Noregur, Litháen og Belgía.