A landslið karla | Æfing og ferðadagur hjá strákunum okkar
Í dag var síðasta æfing liðsins hér í Hannover í Þýskalandi. Í kvöld mun liðið svo ferðast til Kristianstad í Svíþjóð.
Nú eru einungis tveir dagar í að fyrsta leik liðsins á HM sem verður gegn Portúgal.
Það er óhætt að segja að það sé mikil spenna fyrir mótinu og leikmenn hlakka mikið til að hefja mótið!
Leikurinn er klukkan 19:30 og verður að sjálfsögðu á beinni á RÚV!