Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari hefur valið 20 manna landsliðshóp til æfinga og keppni dagana 2.-8. nóvember.
Liðið kemur saman til æfinga 2. nóvember hér á landi en liðið heldur til Noregs miðvikudaginn 4.nóvember þar sem liðið leikur á Golden League.
Leikir Íslands í Golden League eru:
Fimmtudagur 5. nóvember Noregur – Ísland kl.18.45 í Nadderud Arena, Oslo
Laugardagur 7. nóvember Frakkland – Ísland kl.14.45 í Nadderud Arena, Osló
Sunnudagur 8. nóvmeber Ísland – Danmörk kl. 19.30 í Nadderud Arena, Osló
Tveir nýliðar eru í hópnum en það eru þeir Arnar Freyr Arnarsson leikmaður Fram og Theodór Sigurbjörnsson leikmaður ÍBV.
Hópurinn er eftirfarandi:
Markmenn:
Aron Rafn Eðvarðsson, Álaborg
Björgvin Páll Gústavsson, Die Bergische Handball Club
Hreiðar Levý Guðmundsson, Akureyri
Aðrir leikmenn:
Arnar Freyr Arnarson, Fram
Arnór Atlason, St.Raphel
Arnór Þór Gunnarsson, Die Bergische Handball Club
Aron Pálmarson, MKB Veszprem
Ásgeir Örn Hallgrímsson, USAM Nimes
Bjarki Már Elísson, Fuche Berlin
Bjarki Már Gunnarsson, Aue
Guðjón Valur Sigurðsson, Barcelona
Guðmundur Árni Ólafsson, Mors-Thy
Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV
Ólafur Bjarki Ragnarsson, Eisenach
Róbert Gunnarsson, Paris Handball
Rúnar Kárason, TSV Hannover-Burgdorf
Snorri Steinn Guðjónsson, USAM Nimes
Tandri Már Konráðsson, Ricoh
Theodór Sigurbjörnsson, ÍBV
Vignir Svavarsson, HC Midtjylland ApS