Eftir tapið gegn Frökkum var ljóst að íslenska liðið endaði í 14. sæti á HM.
Alþjóða handknattleikssambandið raðar niður í sæti 9.-16. og það var því afar óhentugt að sterk lið eins og Danmörk og Þýskaland töpuðu í 16-liða úrslitunum.
Næst á dagskrá hjá A landsliði karla eru leikir gegn Makedóníu heima og heiman í undankeppni EM 2018. Þeir leikir fara fram í byrjun maí.