A kvenna | Tap í Karlskrona í dag
Stelpurnar okkar léku í dag gegn Svíþjóð í Karlskrona og íslenska liðið byrjaði leikinn frábærlega og var staðan 4 – 8 Íslandi í vil eftir 12 mínútna leik. Eftir það hrökk sænska landsliðið í gang og staðan í hálfleik 18 – 11. Í síðari hálfleik hélt Svíþjóð áfram að hafa yfirburði á vellinum og unnu að lokum 37 – 23 sigur.
Næstu leikur Íslands verður í Lúxemborg 3. apríl og svo enda stelpurnar undankeppnina með heimaleik gegn Færeyjum 7. apríl.
Mörk Íslands í dag voru:
Thea Imani Sturludóttir 6, Perla Ruth Albertsdóttir 4, Þórey Rósa Stefánsdóttir 3, Elín Rósa Magnúsdóttir 3, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 2, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 2, Katrín Tinna Jensdóttir 2 og Elín Klara Þorkelsdóttir 1 mark.
Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði 5 skot og Sara Sif Helgadótir 1 skot.