A kvenna | Tap í fyrsta leik á Posten Cup
Kvennalandsliðið lék í dag fyrsta leik sinn á Posten Cup er stelpurnar okkar mættu liði Póllands. Íslenska liðið byrjaði vel í dag og jafnræði var með liðunum fyrstu mínútur leiksins en slæmur kafli um miðbik fyrri hálfleiks gerði það að verkum að pólska liðið náði góðri forystu. Þegar blásið var til hálfleiks var staðan 14 – 10 þeim pólsku í vil.
Pólland náði mest átta marka forystu í síðasti hálfleik en þegar 10 mínútur voru eftir af leiknum minnkaði Ísland muninn í 24 – 19. Leikurinn endaði með 29 – 23 sigri Póllands.
Stelpurnar sýndu á köflum í leiknum fína takta og verður gaman að fylgjast með liðinu í framhaldinu.
Markaskorar Íslands í dag voru:
Sandra Erlingsdóttir 4, Andrea Jacobsen 4, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 4, Thea Imani Sturludóttir 3, Díana Dögg Magnúsdóttir 2, Hildigunnur Einarsdóttir 2, Lilja Ágústadóttir 1, Sunna Jónsdóttir 1, Elísa Elíasdóttir 1 og Elín Rósa Magnúsdóttir 1 mark.
Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði 6 skot og Hafdís Renötudóttir 4 skot.kl.
Næsti leikur Íslands á Posten Cup er gegn Noregi á laugardaginn.
Leikurinn hefst kl. 15:45 og verður í beinni á RÚV.