Stelpurnar okkar léku í kvöld þriðja leik sinn á EM 2024 gegn Þýskalandi. Um úrslitaleik var að ræða hvort liðið færi í milliriðil mótsins en liðin voru jöfn að stigum fyrir viðureign kvöldsins. Ísland byrjaði leikinn ágætlega og jafnræði var með liðunum fyrstu mínúturnar. Um miðbik fyrri hálfleiks stigu þær Þýsku fram úr Íslenska liðinu og þegar blásið var til háfleiks var staðan 14 – 10.

Þýskaland hélt uppteknum hætti í síðari hálfleik og hleypti stelpunum okkar ekki nálægt sér. Leikurinn endaði með 30 – 19 sigri Þýskalands.

Þriðja EM móti hjá kvennalandsliðinu að baki þar sem að stelpurnar unnu sinn fyrsta sigur á lokamóti EM. Framtíðin er svo sannarlega björt fyrir íslenskan kvennahandbolta og reynslubanki leikmanna stækkaði helling á síðustu dögum.

HSÍ vill þakka Sérsveitinni, stuðningssveit HSÍ og þeim fjölmörgu stuðningsmönnum Íslands sem fylgdu stelpunum okkar til Innsbruck!

Mörk Íslands í kvöld skoruðu:
Perla Ruth Albertsdóttir 6, Elín Rósa Magnúsdóttir 4, Elín Klara Þorkelsdóttir 3, Þórey Rósa Stefánsdóttir 2, Andrea Jacobsen 1, Dana Björg Guðmundsdóttir 1, Thea Imani Sturludóttir og Steinunn Björnsdóttir 1 mark.

Hafdís Renöturdóttir varði 6 skot í leiknum í kvöld.