A kvenna | Tap gegn Svíþjóð
Stelpurnar okkar mættu Svíum í gær að Ásvöllum í undankeppni EM 2024. Leikurinn var þriðji leikur liðsins í riðlakeppninni. Svíar unnu leikinn 37 – 24 en liðin mætast að nýju í Karlskrona á laugardaginn kl. 13:00.
Landsliðið ásamt starfsfólki liðsins flaug í morgun til Kaupmannahafnar með Icelandair. Dagurinn í dag hjá hópnum fer í ferðalög og endurheimt.
Þjálfarateymi A landsliðs kvenna valdi eftirfarandi 16 leikmenn í útileikinn gegn Svíþjóð.
Markverðir:
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, EH Aalborg (56/2)
Sara Sif Helgadóttir, Valur (8/0)
Aðrir leikmenn:
Aldís Ásta Heimisdóttir, Skara (8/3)
Berglind Þorsteinsdóttir, Fram (23/5)
Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukar (9/16)
Elín Rósa Magnúsdóttir, Valur (16/36)
Hildigunnur Einarsdóttir, Valur (105/124)
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Skara (12/8)
Katrín Tinna Jensdóttir, ÍR (17/4)
Lilja Ágústsdóttir, Valur (21/15)
Perla Ruth Albertsdóttir, Selfoss (45/81)
Sunna Jónsdóttir, ÍBV (87/64)
Thea Imani Sturludóttir, Valur (75/162)
Tinna Sigurrós Traustadóttir, Selfoss (1/1)
Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Valur (44/48)
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (134/388)
Svíþjóð – Ísland á laugardaginn verður í beinni útsendingu á RÚV.