Stelpurnar okkar mættu í dag Hollandi í fyrsta leik sínum á EM 2024. Holland er eitt sterkasta kvennalandslið handboltans í dag og sýndu stelpurnar okkar frá upphafi að þær ætluðu ekkert að gefa eftir.

Íslenska liðið spilaði einn sinn besta leik og Elín Jóna Þorsteinsdóttir, markvörður liðsins stóð sig frábærlega í markinu allan leikinn.

Þegar dómarar leiksins blésu til hálfleiks var staðan 12 – 12 og erfitt að sjá veikleika hjá Íslandi í fyrri hálfleik.

Síðari hálfleikur var æsispennandi og studdi íslensku áhorfendurnir vel við stelpurnar okkar og var eins og þær væru að spila á heimavelli.

Holland náði yfirhöndinni í síðari hálfleik en stelpurnar okkar voru með jafnan leik allt fram á síðustu mínútur leiksins. Að lokum endaði leikurinn með tveggja marka sigri Hollands 27 -25.

Mörk Íslands: Perla Ruth Albertsdóttir 8, Elín Klara Þorkelsdóttir 4, Thea Imani Sturludóttir 3, Steinunn Björnsdóttir 3, Andrea Jacobsen 2, Elín Rósa Magnúsdóttir 2, Þórey Rósa Stefánsdóttir 1,Elísa Elíasdóttir 1, Elín Jóna Þorsteinsdóttir 1.

Varin skot: Elin Jóna Þorsteinsdóttir 15/1.

Næsti leikur Íslands er á sunnudaginn þegar stelpurnar okkar mæta Úkraínu kl 19:30.