A kvenna | Sigur gegn Noregi
Stelpurnar okkar unnu í kvöld Noreg í fyrri vináttulandsleik þjóðanna að Ásvöllum að viðstöddum yfir 500 áhorfendum sem mættu á völlinn í boði Kletts. Ísland byrjaði vel í kvöld og þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður var Ísland yfir 7 – 4. Norska liðið nýtti síðari hluti fyrri hálfleiks vel og náði að vinna sig inn í leikinn og í hálfleik var staðan 15 – 14 Íslandi í vil.
Íslenska liðið mætti til leiks af krafti í síðari hálfleik og spiluðu frábærlega í vörn og sókn og Hafdís Renötudóttir varði vel í markinu. Íslandi gaf ekkert eftir það sem lifði leiks og leikurinn endaði með 31 – 26 sigri Íslands í kvöld.
Mörk Íslands skoruðu:
Andrea Jabocsen 6, Thea Imani Sturludóttir 5, Sandra Erlingsdóttir 5, Þórey Rósa Stefánsdóttir 4, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 3, Elín Klara Þorkelsdóttir2, Steinunn Björnsdóttir 2, Rut Arnfjörð Jónsdóttir 2, Perla Rut Albertsdóttir 1 og Þórey Anna Ásgeirsdóttir 1 mark.
Hafdís Renötudóttir varði 10 skot og Elín Jóna Þorsteinsdóttir 4 skot.
Liðin mætast að nýju á laugardaginn að Ásvöllum kl. 16:00 og frítt er á leikinn í boði Kletts.