A kvenna | Síðustu leikir undankeppni EM 2024 framundan
A landslið kvenna heldur af landi brott nú í morgunsárið þegar landsliðið flýgur til Brussel með Icelandair. Síðan tekur við rútuferð hópsins til Lúxemborg og munu stelpurnar okkar ná æfingu saman seinni partinn í dag. Liðið mætir Lúxemborg á miðvikudaginn og hefst leikurinn 16:45 í beinni útsendingu á RÚV.
Leikmannahópur Íslands gegn Lúxemborg er þannig skipaður:
Markverðir:
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, EH Aalborg (57/2)
Hafdís Renötudóttir, Valur (56/3)
Aðrir leikmenn:
Andrea Jakobsen, Silkeborg-Voel (50/75)
Berglind Þorsteinsdóttir, Fram (24/5)
Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau (50/68)
Elín Rósa Magnúsdóttir, Valur (17/39)
Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukar (10/17)
Elísa Elíasdóttir, ÍBV (13/11)
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Skara (13/10)
Katrín Tinna Jensdóttir, ÍR (18/6)
Lilja Ágústsdóttir, Valur (22/15)
Perla Rut Albertsdóttir, Selfoss (46/85)
Sunna Jónsdóttir, ÍBV (88/64)
Thea Imani Sturludóttir, Valur (76/168)
Tinna Sigurrós Traustadóttir, Selfoss (2/1)
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (135/391)
Sara Sif Helgadóttir, Valur (9/0), Katrín Anna Ásmundsdóttir, Grótta (0/0) og Steinunn Björnsdóttir, Fram (46/60) hvíla í leikjunum gegn Lúxemborg.
Síðasti leikur Íslands í undankeppni EM 2024 verður að Ásvöllum sunnudaginn 7. apríl kl. 16:00. Frítt er á leikinn í boði Icelandair.