A kvenna | Síðari vináttulandsleikurinn í dag á Selfossi

Siðari vináttulandsleikur Íslands og Póllands fer fram í dag kl. 16:00 í Set höllinni á Selfossi. Stelpurnar okkar komu saman í hádeginu í dag á Foss hótel Reykjavík í hádegismat og til fundar með þjálfarateyminu. Liðið ætlar sér sigur í dag eftir frábæra frammistöðu í Lambhagahöllinni í gærkvöldi.
Sandra Erlingsdóttir, leikmaður Tus Metzingen í Þýsklandi kemur inn í hópinn í dag fyrir Þórey Rósu Stefánsdóttur, leikmann Fram sem varð fyrir meiðslum í gær. Elísa Elíasdóttir, leikmaður Vals er einnig frá vegna meiðsla.
Frítt er á leikinn í dag og verður hann í beinni útsendingu á Handboltapassanum.
Eftirtaldir leikmenn spila í dag:
Eftirtaldir leikmenn taka þátt í leiknum í kvöld:
Markverðir:
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Aarhus Håndbold (62/2)
Hafdís Renötudóttir, Valur (61/4)
Aðrir leikmenn:
Alfa Brá Hagalín, Fram (230)
Andrea Jakobsen, HSG Blomberg-Lippe (55/81)
Berglind Þorsteinsdóttir, Fram (27/5)
Dana Björg Guðmundsdóttir, Volda (1/1)
Díana Dögg Magnúsdóttir, HSG Blomberg-Lippe (55/74)
Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukar (15/45)
Eín Rósa Magnúsdóttir, Valur (22/46)
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Kristianstad HK (18/11)
Katrín Anna Ásmundsdóttir, Grótta (3/3)
Katrín Tinna Jensdóttir, ÍR (20/7)
Perla Rut Albertsdóttir, Selfoss (51/109)
Rut Jónsdóttir, Haukar (116/244)
Sandra Erlingsdóttir, Tus Metzingen (32/145)
Steinunn Björnsdóttir, Fram (50/71)
Sunna Jónsdóttir, ÍBV (93/66)
Thea Imani Sturludóttir, Valur (81/174)

Fyllum Set höllina og styðjum stelpurnar okkar!