A kvenna | Katrín Tinna Jensdóttir kölluð til

Þjálfarateymi A landsliðs kvenna hefur kallað inn í vináttulandsleikina um helgina gegn Póllandi Katrínu Tinnu Jensdóttur leikmann ÍR. Katrín Tinna hefur leikið 19 landsleiki fyrir landsliðið og skorað í þeim 19 mörk og tók hún m.a. þátt í HM 2023 á síðasta ári með landsliðinu.

Fyrri leikur liðanna fer fram í Lambhagahöllinni á föstudaginn kl. 20:15 og síðari leikurinn verður í Set höllinni á Selfossi á laugardaginn kl. 16:00. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Handboltapassanum. Frítt er á leikina.

Fjölmennum á völlinn og styðjum stelpurnar okkar!