A kvenna | Íslandi í F riðli á EM 2024
Rétt í þessu var að ljúka drætti í riðlakeppni EM 2024 sem fram fer í Ungverjalandi, Sviss og Austurríki. Stelpurnar okkar voru í þriðja styrkleikaflokki í drættinum í dag en þær eru að fara að taka þátt í Evrópumótinu í fyrsta sinn í tólf ár.
Ísland dróst í F riðilil sem leikur Innsbruck í Austurríki. Mótherjar Íslands á EM 2024 eru eftirfarandi þjóðir: Hollandi úr 1. styrkleikaflokki, Þýskaland úr 2. styrkleikaflokki og Úkraína úr 4. styrkleikaflokki.
Samkvæmt óstaðfestu leikjaplani EHF þá er leikjadagskrá Íslands í F riðli eftirfarandi:
29. nóv Holland – Ísland
1. des Ísland – Úkraína
3. des Ísland – Þýskaland