A kvenna | Ísland í riðli 4 í undankeppni EM 2026

Fyrr í dag var dregið í riðla fyrir undankeppni EM 2026 hjá A landsliði kvenna en mótið verður haldið í Rúmeníu, Póllandi, Tékklandi, Slóvakíu og Tyrklandi.

Stelpurnar okkar voru í öðrum styrkleikaflokki í drættinum í dag en liðunum er skipt upp í fjóra styrkleikaflokka sem dragast í 6 riðla með fjórum þjóðum í hverjum riðli. Ísland dróst í riðil 4 ásamt Svartfjallandi, Portúgal og Færeyjum.

Riðlarnir eru eftirfarandi:
Riðill 1: Frakkland, Króatía, Kósovó og Finnland.
Riðill 2: Holland, Sviss, Ítalía og Bosnía og Herzegóvína.
Riðill 3: Þýskaland, Slóvenía, Norður-Makedónía og Belgía.
Riðill 4: Svartfjallaland, ÍSLAND, Portúgal og Færeyjar.
Riðill 5: Svíþjóð, Serbía, Úkraína og Litháen.
Riðill 6: Spánn, Austurríki, Grikkland og Ísrael.

Ásamt gestgjöfununum fjórum sátu Noregur, Danmörk og Ungverjaland hjá í drættinum í dag og taka sjálfkrafa þátt í EM 2026.