A kvenna | Ísland dróst gegn Ísrael
Rétt í þessu var dregið í umspil fyrir heimsmeistaramót kvenna í handbolta 2025 sem spilað verður í Hollandi og Þýskalandi í lok nóvember og byrjun desember á næsta ári. Stelpurnar okkar voru í drættinum í efri styrkleikaflokki eftir að hafa lent í 16. sæti á EM 2024 sem klárast í dag.
Mótherjar Íslands í umspilinu verður kvennalandslið Ísrael en leikið verður heima og að heiman, fyrri viðureign liðanna verður 9. eða 10. apríl og síðari viðureignin verður fjórum dögum síðar.
Eftirfarandi lið drógust saman í drættinum í dag:
Ísland – Ísrael
Sviss – Slóvakía
Ítalía – Rúmenía
Pólland – Norður Makedónía
Svíþjóð – Kósóvó
Slóvenía – Serbía
Portúgal – Svartfjallaland
Færeyjar – Litáen
Tékkland – Úkraína
Króatía – Spánn
Austurríki – Tyrkland