A kvenna | Hópurinn gegn Póllandi
Þjálfarateymi A landsliðs kvenna hefur valið þá 18 leikmenn sem leika gegn Póllandi í kvöld í Lambhagahöllinni kl. 20:15. Frítt er á leikinn og er hann í beinni útsendingu á Handboltapassanum. Dana Björg Guðmundsdóttir leikmaður Volda í Noregi leikur sinn fyrsta landsleik fyrir Íslands hönd í kvöld.
Sandra Erlingsdóttir, leikmaður Tus Metzingen í Þýsklandi hvílir í kvöld og Elísa Elíasdóttir leikmaður Vals er frá vegna meiðsla.
Eftirtaldir leikmenn taka þátt í leiknum í kvöld:
Markverðir:
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Aarhus Håndbold (62/2)
Hafdís Renötudóttir, Valur (60/4)
Aðrir leikmenn:
Alfa Brá Hagalín, Fram (2/0)
Andrea Jakobsen, HSG Blomberg-Lippe (54/81)
Berglind Þorsteinsdóttir, Fram (26/5)
Dana Björg Guðmundsdóttir, Volda (0/0)
Díana Dögg Magnúsdóttir, HSG Blomberg-Lippe (54/73)
Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukar (14/38)
Eín Rósa Magnúsdóttir, Valur (21/45)
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Kristianstad HK (17/11)
Katrín Anna Ásmundsdóttir, Grótta (2/1)
Katrín Tinna Jensdóttir, ÍR (19/19)
Perla Rut Albertsdóttir, Selfoss (50/104)
Rut Jónsdóttir, Haukar (115/244)
Steinunn Björnsdóttir, Fram (49/67)
Sunna Jónsdóttir, ÍBV (92/66)
Thea Imani Sturludóttir, Valur (80/171)
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (139/401)
Fyllum Lambhagahöllina og styðjum stelpurnar okkar!