A kvenna | Hópurinn gegn Póllandi

Stelpurnar okkar leika í dag sinn fyrsta leik á Posten Cup er þær mæta liði Póllands kl. 15:45 og fer leikurinn fram í Boligpartner Arena. Morguninn fór í létta styrktaræfingu undir stjórn Hjartar Hinrikssonar, stytrktarþjálfara liðsins og nú situr hópurinn á fundi með þjálfarateyminu.

Allir leikir Íslands á Posten Cup verða í beinni útsendingu á RÚV.

Þjálfarateymi Íslands hefur valið eftirfarandi 16 leikmenn sem leika gegn Póllandi í dag:
Markverðir:
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, EH Aalborg (44/1)
Hafdís Renötudóttir, Valur (45/2)

Aðrir leikmenn:
Andrea Jacobsen, Silkeborg-Voel (41/46)
Berglind Þorsteinsdóttir, Fram (11/5)
Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau (40/48)
Elín Rósa Magnúsdóttir, Val (4/11)
Elísa Elíasdóttir, ÍBV (4/0)
Hildigunnur Einarsdóttir, Val (96/108)
Katla María Magnúsdóttir, Selfoss (0/0)
Lilja Ágústsdóttir, Val (10/4)
Perla Ruth Albertsdóttir, Selfossi (34/53)
Sandra Erlingsdóttir, Tus Metzingen (22/95)
Sunna Jónsdóttir, ÍBV (77/59)
Thea Imani Sturludóttir, Val (64/124)
Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Val (38/21)
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (123/348)

Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Skara HF (6/8) og Katrín Tinna Jensdóttir, Skara HF (5/0) hvíla í dag.