A Kvenna | Holland – Ísland á morgun
Kvennalandsliðið hóf daginn snemma í Innsbruck í dag, enda fyrsti leikur liðsins á EM 2024 á morgun gegn Hollandi. Þjálfarateymið hélt góðan fund með leikmönnum fyrir hádegi áður en haldið var á æfingu í Olympichalle, þar sem F-riðillinn fer fram.
Fjölmiðlar fengu gott tækifæri til að taka viðtöl við leikmenn og þjálfara liðsins fyrir æfinguna, sem stóð í 90 mínútur í glæsilegri keppnishöll Innsbruck. Gera má ráð fyrir að um 150 íslenskir stuðningsmenn verði á leikjum liðsins, og Sérsveitin, stuðningssveit HSÍ, er nú þegar komin til Austurríkis. Upphitun íslenskra stuðningsmanna fer fram á TNT Sportbar á morgun frá kl. 15:00–17:00 að staðartíma.
Leikurinn Holland – Ísland hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á RÚV. EM-stofan fer í loftið kl. 16:30, þar sem sérfræðingar RÚV hita upp fyrir leikinn.
Það er komið að þessu – sendum stelpunum okkar hlýja strauma!
ÁFRAM ÍSLAND!