A kvenna| Góður sigur í Lúxemborg
Stelpurnar okkar léku fyrr í kvöld gegn Lúxemborg á útivelli í undankeppni EM 2004 sem fram fer í lok árs. Stelpurnar okkar tóku strax öll völd á vellinum og léku á stórum köflum mjög góðan handbola. Vörn og markvarslan var til fyrirmyndar og uppstilltur sóknarleikur agaður og góður stærsta hluta leiksins. Staðan í hálfleik var 5-15 fyrir Íslandi og endaði svo leikurinn með 16 marka sigri, 15-31 fyrir stelpunum okkar.
Mörk Íslands:
Mörk Íslands: Þórey Rósa Stefánsdóttir 7, Elín Rósa Magnúsdóttir 4, Perla Ruth Albertsdóttir 3, Díana Dögg Magnúsdóttir 3, Lilja Ágústsdóttir 3, Elísa Elíasdóttir 2, Elín Klara Þorkelsdóttir 2, Andrea Jacobsen 1, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 1, Hafdís Renötudóttir 1, Thea Imani Sturludóttir 1, Sunna Jónsdóttir 1, Tinna Sigurrós Traustadóttir 1, Katrín Tinna Jensdóttir 1.
Varin skot: Elín Jóna Þorsteinsdóttir 8, 61,5% – Hafdís Renötudóttir 6, 37,5%.
Framundan er risa leikur hjá stelpunum okkar gegn Færeyjum á okkar eigin heimavelli nk. sunnudag klukkan 16:00. Leikurinn fer fram á Ásvöllum og er frítt á leikinn í boði Icelandair. Fólk er hvatt til að mæta tímanlega þar sem að búist er við miklum fjölda fólks á leikinn.
Áfram Ísland!