A kvenna | Góður dagur að baki í Frederikshavn
Þá er fyrsti dagur kvennalandsliðsins í Frederikshavn að baki. Andi í hópnum er góður og eftirvænting að takast á við verkefnið næstu daga. Eftir staðgóðan morgunverð fór liðið á styrktaræfingu hjá Hirti styrktarþjálfara þar sem stelpurnar tóku vel á því. Eftir hádegið var þjálfarateymið með liðsfund þar sem farið var yfir síðasta leik ásamt því að byrja á því að skoða andstæðinga morgundagsins. Að því loknu var sjúkraþjálfun og afslöppun áður en hópurinn fór á æfingu og æfði liðið saman í 75 mínútur.
Eftir kvöldmat var félagslegt kvöld hjá bæði leikmönnum og starfsfólki liðsins.
Góð samvera og hópurinn allur spenntur fyrir komandi leikjum.
Ísland mætir Grænlandi í fyrsta leik þeirra í Forsetabikarnum.
Leikurinn hefst klukkan 17:00 og verður hann sýndur í beinni útsendingu á RÚV.