A kvenna | Fyrsta æfing að baki í Innsbruck

Íslenski hópurinn ferðaðist í dag frá Schaffhausen í Sviss yfir til Innsbruck í Austurríki þar sem liðið leikur í F-riðli á EM 2024. Eftir að hafa komið sér fyrir á hótelinu tók við æfing seinni partinn þar sem Hjörtur, styrktarþjálfari og Jóhanna og Tinna sjúkraþjálfarar náðu ferðaþreytunni úr hópnum. Í kvöld fóru svo leikmenn í myndatöku hjá mótshöldurum.

Morgundagurinn inniheldur liðsfund, æfingu og fjölmiðlahitting. Fulltrúar frá RÚV, Mbl.is, Visir.is og Handbolti.is munu flytja fréttir af mótinu næstu daga. Allir leikir Íslands verða í beinni útsendingu á RÚV.