A kvenna | Frábær sigur gegn Kína
Stelpurnar okkar leika til úrslita í Forsetabikarnum nk. miðvikudag eftir frábæran sigur gegn á Kína í dag. Ísland byrjaði af krafti í dag og var með yfirhöndina frá upphafi leiks. Mestur var mundurinn í fyrir hálfleik 13 – 9. Hálfleikstölur voru 13 – 11.
Kína náði í byrjun síðari hálfleiks að minnka muninn og var jafn á tímabili. Í stöðunni 21 – 21 tók Arnar Pétursson þjálfari liðsins leikhlé og endurskipulagði leik liðsins.
Ísland skoraði í framhaldinu fimm mörk í röð og sigldu stelpurnar okkar eftir það sigrinum örugglega í höfn.
Góður sigur hjá liðinu og spiluðu stelpurnar á stórum köflum leiksins frábæran handbolta jafnt í vörn sem sókn.
Mörk Íslands í kvöld skoruðu:
Elín Rósa Magnúsdóttir 6, Sandra Erlingsdóttir 6, Thea Imani Sturludóttir 5, Lilja Ágústsdóttir 3, Díana Dögg Magnúsdóttir 3, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 1, Perla Ruth Albertsdóttir 1 og Þórey Rósa Stefánsdóttir 1 mark.
Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði 8 skot og Hafdís Renötudóttir 2 skot.
Úrslitaleikur Forsetabikarsins fer fram á miðvikudaginn.
Leikurinn hefst kl. 19:30 og verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV.