A kvenna | Breytingar á leikmannahópi
Breytingar hafa orðið á leikmannahópi A landsliðs kvenna en Perla Ruth Albertsdóttir leikmaður Selfoss hefur dregið sig úr leikmannahópnum fyrir komandi landsleiki. Þjálfarateymi A kvenna mun ekki kalla inn nýjan leikmann í verkefnið að svo stöddu.
Stelpurnar okkar mæta Ísrael á miðvikudag og fimmtudag kl. 19:30 í umspili um laust sæti á HM 2025 og verða leikirnir í beinni útsendingu á RÚV 2.